Porsche frumsýnir framtíðina í París
Bílasýningin í París stendur yfir þessa dagana. Sá bíll sem vakið hefur hvað mesta athygli þar á bæ er Panamera Sport Turismo. Hann er ný útfærsla af fjögurra sæta Porsche Panamera sem kallast Sport Turismo. Í honum er afhjúpuð framtíðarsýn Porsche sem felst í að fella saman í glæsilega hönnun, fullkomna Plug – In Hybrid tækni Porsche og öflugan vélbúnað frá fyrirtækinu. Óhætt er að fullyrða að aldrei hafi svo sportlegur bíll verið eins praktískur í notkun, þó svo að lúxusinn sé allt umlykjandi.
Tæknin er með hreinum ólíkindum: Hann er 416 hestöfl og á 6 strokka, þriggja lítra vélin 333 af þeim, en rafmótorar sem hlaða má úr heimilisinnstungu taka restina. Rafmagnið dugar bílnum fyrstu 30 kílómetrana og upp að 130 km hraða. Eyðslan er aðeins 3,5 lítrar á hundraðið og mengunin einungis 82 g/km af CO2. Bíllinn er undir 6 sekúndum í hundraðið. Það er klárt að með svo öflugan lúxusbíl sem eyðir aðeins 3,5 lítrum er Porsche greinilega að leggja línurnar fyrir framtíðina.
Eldri fréttir
-
06. des 2024Pakkajól Benna
-
03. des 2024Frí Porsche vetrar- og öryggisskoðun í desember.
-
16. okt 2024Rafmagnaður Torres EVX frumsýndur á laugardag
-
09. okt 2024Porsche 911 GT3 RS frumsýndur á Íslandi
-
24. sep 2024Nýr Macan frumsýndur á laugardag
-
02. sep 2024Turbo dagar 2.-7. september
-
10. jún 2024Rafmagnaðir sumardagar Porsche
-
04. jún 2024Nýr alrafmagnaður Taycan frumsýndur
-
21. maí 2024KGM sýning 25. maí
-
07. maí 2024911 dakar sýning á laugardag