Porsche heimsmeistari í þolakstri
Byltingarkennd Hybrid tækni tryggði sigurinn

Porsche tryggði sér heimsmeistaratitilinn í þolakstursmótaröðinni World Endurance Championship, en aksturinn fór fram í Shanghai í Kína nú um helgina.
Með þessari atrennu sem stóð yfir í sex tíma var ljóst að Porsche hafði tryggt sér sigurinn í heildarstigakeppninni. Ökumennirnir Timo Bernhard , Brendon Hartley og Mark Webber innsigluðu titil bílaframleiðenda.
Þetta er ennþá athyglisverðara fyrir þá sök að ein keppni er eftir og að Porsche er að taka þátt í annað skipti frá upphafi.
Með þessum glæsta sigri er byltingakennd Hybrid tækni Porsche að setja mark sitt á virtustu kappaksturskeppnir heimsins, svo um munar.
Porsche 919 Hybrid bílarnir eru um 1.000 hestafla bílar sem byggja orkuupptöku sína á háþróaðri samþættingu bensínvélar og rafmótora. Þeir ná 100 km hraða á 2 sekúndum og 200 km hraða á 4,5 sekúndum.
Eldri fréttir
-
05. mar 2025Cayenne sýningabílar á sérkjörum.
-
21. jan 2025Musso Grand frumsýning
-
23. des 2024Opnunartími yfir hátíðarnar
-
06. des 2024Pakkajól Benna
-
03. des 2024Frí Porsche vetrar- og öryggisskoðun í desember.
-
16. okt 2024Rafmagnaður Torres EVX frumsýndur á laugardag
-
09. okt 2024Porsche 911 GT3 RS frumsýndur á Íslandi
-
24. sep 2024Nýr Macan frumsýndur á laugardag
-
02. sep 2024Turbo dagar 2.-7. september
-
10. jún 2024Rafmagnaðir sumardagar Porsche