Rafmögnuð framtíð á laugardaginn
Chevrolet Volt frumsýndur á Íslandi

Mikil eftirvænting hefur ríkt fyrir komu Chevrolet Volt til Íslands, enda fyrsti langdrægi rafbíll sögunnar. Hann framleiðir sína eigin raforku og hefur allt að 500 km ökudrægi. Nú er loksins komið að því að afhjúpa gripinn hérlendis, í óskalandi vistvænnar raforku.
Stór orð hafa nú þegar verið höfð um Volt og hann hefur hlotið ótal verðlaun og viðurkenningar á mörkuðum bæði í Bandaríkjunum og Evrópu. Volt hefur verið á Bandaríkjamarkaði í tvö ár og þarlendir eigendur hafa sett hann á topp ánægjulistans bæði árin. Volt var og útnefndur Bíll ársins 2011 af bæði Automobile Magazine og fagritinu Motor Trend. Hann hefur jafnframt hlotið sæmdarheitið „Umhverfisbíll ársins 2011“ hjá tímaritinu Green Car Journal. Nýjasta afrekið er afgerandi sigur á bílasýningunni í Genf þar sem hann hlaut titilinn „Bíll ársins 2012“. Dómnefndin var skipuð 59 leiðandi bílablaðamönnum frá 23 Evrópuríkjum.
Að sögn forráðamanna Bílabúðar Benna, umboðsaðila Chevrolet á Íslandi, er Volt staðfesting á stöðu Chevrolet sem eins háþróaðasta og framsæknasta bílaframleiðanda heims.
Frumsýningin á Volt verður haldin, laugardaginn 5. janúar, í Bílabúð Benna Tangarhöfða. Allir velkomnir.
Eldri fréttir
-
22. nóv 2019Klikkuð Black Friday vika frá 22. – 29. nóvember.
-
08. nóv 2019Porsche Taycan valinn bíll ársins 2020
-
05. nóv 2019Rafbílasýning í Reykjanesbæ!
-
18. okt 2019Rexton Jeppi ársins 2020
-
18. sep 20190% vextir á notuðum bílum
-
15. ágú 2019Sportbílasýning Porsche 17. ágúst
-
02. ágú 2019Gleðilega ferðahelgi
-
24. jún 2019Porsche Roadshow 2019
-
19. jún 2019Sportjeppasýning Porsche
-
14. jún 2019Opel Ampera-e – Loksins fáanlegur á Íslandi