Sá minnsti verður stærstur

Það er alkunna að kreppan hefur haft margvísleg áhrif á lífsstíl okkar og viðhorf. Í því sambandi er athyglisvert að skoða afgerandi breytingar sem hafa átt sér stað í vali fólks á fólksbílum.
Samkvæmt nýjum upplýsingum, frá Umferðarstofu, yfir sölufjölda á nýjum bílum, er smábíllinn Chevrolet Spark mest seldi bíllinn til einstaklinga og fyrirtækja, annarra en bílaleiga, fyrstu níu mánuði ársins. Þetta er sama þróun og átt hefur sér stað út um allan heim þar sem sparneytni og græn sjónarmið eiga sífellt meira upp á pallporðið hjá almenningi. Íslendingar eru þar enginn undantekning.
Chevrolet er 100 ára á þessu ári og við, hjá Bílabúð Benna, erum því sérstaklega stolt þessa dagana, samgleðjumst nýjum Chevrolet eigendum og hlökkum til að þjóna enn fleirum.