Sigurvegarar í forkeppni

skrifað 03. sep 2011
Sigurvegarar í forkeppni

í dag fór fram í blíðskapar veðri forkeppni "Chevroletholu í höggi" keppni Bílabúðar Benna og Golfsambands Íslands.

Á annað hundrað manns mættu til að spreyta sig í forkeppninni og voru í lok dags 8 sem stóðu uppi og taka þátt í úrslitakeppninni á morgun.  Þar kemur í ljós hvort einhver ekur heim á nýjum Chevrolet Camaro.  Nöfn þeirra eru talin hér fyrir neðan.  Við óskum þeim til hamingju og góðs gengis á morgun.

  • Ísak Jasonarson
  • Daníel Hilmarsson
  • Pétur Guðmundsson
  • Helgi Runólfsson
  • Kristleifur Halldórsson
  • Jón Otti Sigurjónsson
  • Arnar Smári Ragnarsson
  • Sigurður Ásgeir Ólafsson

 

Úrslitakeppnin verður haldin á morgun fyrir verðlaunaafhendingu í Chevrolet mótinu sem er hluti af Eimskipsmótaröðinni.