Spark er öruggastur
skrifað miðvikudagur, 12. febrúar, 2014

Bílaframleiðendur leita stöðugt nýrra leiða til að auka öryggi fólks í umferðinni. Reglulega eru framkvæmdar samræmdar öryggisprófanir af viðurkenndum aðilum. Nýlega greindi Bílaöryggisstofnunin IIHS í Bandaríkjunum frá rannsókn sinni á öryggi 11 smábíla í árekstri. Er skemmst frá því að segja að eini bíllinn sem náði „Top Safety Pick“- einkunninni var Chevrolet Spark.
Hingað til hefur almenna reglan verið sú að stærri bílar fengju hærri einkunnir í slíkum prófum, en Chevrolet Spark setur ný viðmið. Við hjá Bílabúð Benna fögnum því að sjálfsögðu, enda er Spark einn söluhæsti smábíll landsins ár eftir ár.
Eldri fréttir
-
27. mar 2025Frumsýning: 50 ára afmælisútgáfa 911 Turbo
-
05. mar 2025Cayenne sýningabílar á sérkjörum.
-
21. jan 2025Musso Grand frumsýning
-
23. des 2024Opnunartími yfir hátíðarnar
-
06. des 2024Pakkajól Benna
-
03. des 2024Frí Porsche vetrar- og öryggisskoðun í desember.
-
16. okt 2024Rafmagnaður Torres EVX frumsýndur á laugardag
-
09. okt 2024Porsche 911 GT3 RS frumsýndur á Íslandi
-
24. sep 2024Nýr Macan frumsýndur á laugardag
-
02. sep 2024Turbo dagar 2.-7. september