Sportjeppinn Porsche Macan
-ný tegund af tígrisdýri
Nýi sportjeppinn frá Porsche, Porsche Macan, var afhjúpaður á hinni rómuðu LA Auto Show sýningu í Los Angeles fyrir stuttu. Það er ekki á hverjum degi sem Porsche kynnir nýjan bíl til sögunnar og því hafði mikil eftirvænting skapast af þessu tilefni. Porsche Macan sver sig í ættina og hefur fengið í arf ríkulegan skammt af einstökum eiginleikum Porsche.
Ofursportbíllinn Porsche 918 Spyder var að hluta til fyrirmyndin að hönnun á Macan og fyrir vikið er hann ennþá sportlegri í öllu tilliti. Meðal staðalbúnaðar er hin einstaka 7 gíra PDK- sjálfskipting (Porsche Dobbelkupplung). Orðið Macan þýðir tígrisdýr og ber hann nafnið með rentu, enda kraftmikill, þokkafullur og með rásfestu tígrisdýrsins.
Porsche er framleiddur í Leipzig í Þýskalandi og er óhætt að fullyrða að enn á ný nái Porsche að fara fram úr væntingum með hönnun og hugvitsamlegum lausnum. Porsche Macan verður í boði með þremur gerðum af vélum. Tvær bensínvélar, annars vegar 400 hestafla í flaggskipinu Macan Turbo og hins vegar 340 hestafla í Macan S. Porsche Macan Turbo er með mestu hröðun allra bíla í sínum flokki og þó víðar væri leitað, aðeins 4,6 sek/0-100 km og meðaleyðsla bílsins er einungis 8,9 l/100 km.
Porsche bíður einnig uppá Diesel útgáfu af Macan, Macan S Diesel, sem er óviðjananlegt orkubúnt. Tölurnar segja allt; 258 hestöfl og 580 Nm togkraftur. Hröðun Porsche Macan S Diesel er 6,1 sek/0-100 km. Það er hreint með ólíkindum að þrátt fyrir ógnaraflið er uppgefin meðaleyðsla aðeins 6,1 l/100 km og Co2 gildið 159 g/km. ”Í ljósi alls þessa gerum við fastlega ráð fyrir að Porsche Macan S Diesel verði afar aðlaðandi kostur fyrir íslenskan markað”, segir Thomas Már Gregers, sölustjóri Porsche á Íslandi.
Munið að fylgjast með Porsche á Íslandi á Facebook
Eldri fréttir
-
06. des 2024Pakkajól Benna
-
03. des 2024Frí Porsche vetrar- og öryggisskoðun í desember.
-
16. okt 2024Rafmagnaður Torres EVX frumsýndur á laugardag
-
09. okt 2024Porsche 911 GT3 RS frumsýndur á Íslandi
-
24. sep 2024Nýr Macan frumsýndur á laugardag
-
02. sep 2024Turbo dagar 2.-7. september
-
10. jún 2024Rafmagnaðir sumardagar Porsche
-
04. jún 2024Nýr alrafmagnaður Taycan frumsýndur
-
21. maí 2024KGM sýning 25. maí
-
07. maí 2024911 dakar sýning á laugardag