Ssang Yong toppar í breskri ánægjuvog
Neytendamiðillinn Honest John sérhæfir sig í málefnum neytenda á Bretlandi. Hann vinnur m.a. að hlutlausum úttektum sem hjálpa skjólstæðingum við val á nýjum og notuðum bílum.
Árlega stendur Honest John fyrir ánægjukönnun á breska bílamarkaðnum; „The Honest John Satisfaction Index“. Úrslitin ráðast hjá þeim sem upplifa gæðin frá fyrstu hendi, eigendum bílanna. Þeir gefa einkunnir fyrir aksturseiginleika, hagkvæmni í rekstri og áreiðanleika. Niðurstaðan í könnuninni, sem 10.000 breskir bíleigendur tóku þátt í að þessu sinni, liggur nú fyrir og trónir Suður-Kóreanski bílaframleiðandinn Ssang Yong á toppnum. Könnunin leiddi m.a. í ljós að langflestir SsangYong eigendur gáfu bílunum sínum hæstu einkunn.
Bílabúð Benna er umboðsaðili Ssang Yong á Íslandi og eru menn þar á bæ að vonum kátir með niðurstöðuna. Að sögn Benedikts Eyjólfssonar forstjóri koma úrslitin sér ekki á óvart. „Við þekkjum mæta vel hvað Ssang Yong hefur til að bera og þær gríðarlegu gæðakröfur sem gerðar eru á öllum stigum framleiðslunnar og þá metnaðarfullu þróunarvinnu sem þar á sér stað. Við finnum líka vel fyrir því að sífellt fleiri Íslendingar eru að uppgötva þennan hagstæða kost sem Ssang Yong er.“ Bílabúð Benna bíður nú fjórar tegundir af Ssang Yong, sem allir eru fjórhjóladrifnir: Musso, Rexton, Korando og Tivoli. „Það segir sína sögu að nýjasti Rexton jeppinn var valinn 4X4 jeppi ársins, nú nýlega.“ segir Benedikt.
Eldri fréttir
-
23. des 2024Opnunartími yfir hátíðarnar
-
06. des 2024Pakkajól Benna
-
03. des 2024Frí Porsche vetrar- og öryggisskoðun í desember.
-
16. okt 2024Rafmagnaður Torres EVX frumsýndur á laugardag
-
09. okt 2024Porsche 911 GT3 RS frumsýndur á Íslandi
-
24. sep 2024Nýr Macan frumsýndur á laugardag
-
02. sep 2024Turbo dagar 2.-7. september
-
10. jún 2024Rafmagnaðir sumardagar Porsche
-
04. jún 2024Nýr alrafmagnaður Taycan frumsýndur
-
21. maí 2024KGM sýning 25. maí