Team Opel í WOW Cyclothon 2016
Wow Cyclothon 2016 hjólreiðakeppnin verður verður ræst 15. júní. Nú hefur Bílabúð Benna, umboðsaðili Opel á Íslandi, gengið til samstarfs við hóp af öflugu hjólreiðafólki, sem keppa mun undir heitinu Team Opel og hjóla í kringum landið til stuðnings Hjólakrafti.
Samtökin Hjólakraftur starfa undir kjörorðinu: Frá vanvirkni til virkni. Þau hafa að markmiði að hjálpa börnum og unglingum sem hafa á einn eða annan hátt orðið undir í baráttunni við lífstílssjúkdóma og ekki fundið sig í hópíþróttum. „Hjólakraftur heldur námskeið fyrir börn og unglinga af öllum stærðum og gerðum víða um land. Það er gert í samstarfi við ólíka aðila, t.d. þátttakendur sjálfa, foreldra, sveitarfélög, skóla og fleiri.
Bílabúð Benna styrkir Hjólakraft með láni á bíl í tengslum við WOW hjólamótið. Það er okkur sönn ánægja að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni og leggja okkar lóð á vogaskálarnar.
Meðlimir í Team Opel eru: Birgir Gunnarsson, Bragi Freyr Gunnarsson, Fjölnir Björgvinsson, Gunnar Ingason, Gunnar Wedholm Helgason, Hermann Jóhannesson, Ingvi Júlíus Ingvason, Jóhann Thorarensen, Leifur Geir Hafsteinsson og Magnús Andrésson.
★ Hægt verður að fylgjast með Team Opel á Facebooksíðu liðsins Team Opel - WOW 2016 og á Snapchat: wowteamopel
★ Hægt er að heita á Team Opel hér
★ Samtökin Hjólakraftur
★ Uppfært Kort af keppendum Live
Eldri fréttir
-
06. des 2024Pakkajól Benna
-
03. des 2024Frí Porsche vetrar- og öryggisskoðun í desember.
-
16. okt 2024Rafmagnaður Torres EVX frumsýndur á laugardag
-
09. okt 2024Porsche 911 GT3 RS frumsýndur á Íslandi
-
24. sep 2024Nýr Macan frumsýndur á laugardag
-
02. sep 2024Turbo dagar 2.-7. september
-
10. jún 2024Rafmagnaðir sumardagar Porsche
-
04. jún 2024Nýr alrafmagnaður Taycan frumsýndur
-
21. maí 2024KGM sýning 25. maí
-
07. maí 2024911 dakar sýning á laugardag