Þrenna hjá SsangYong
Ekkert lát er á framrás bílaframleiðandans Ssang Yong frá Suður–Kóreu á Evrópumarkaði og hafa breskir ökumenn skipað sér fremst í flokk aðdáenda SsangYong.
Í tilkynningu frá Bílabúð Benna kemur fram að síðastliðið ár hafi verið afar stórt hjá SsangYong í Bretlandi sem hafi landað þrennum verðlaunum fyrir nýja bíla þar í landi.
Bílagagnrýnendur tímaritsins 4X4 Magazine fóru þar fremstir í flokki og sæmdu SsangYong Rexton titlinum „bestu kaupin í flokki jeppa 2020“.
Þá völdu þeir Musso „bestu kaupin í flokki pallbíla 2019“ og ennfremur „bestu kaupin í sínum verðflokki“.
Að sögn Benedikts Eyjólfssonar hjá Bílabúð Benna eru Íslendingar á pari við Bretana þegar jeppar frá SsangYong eru annars vegar. Eigi það jafnt við um Rexton, Korando og Tivoli. „SsangYong jepparnir eru einsog sniðnir fyrir íslenskar aðstæður, fjórhjóladrifnir og tæknilega vel búnir og ekki sakar að góðir samningar við framleiðendur Ssang Yong hafa gert okkur kleift að bjóða þá á virkilega góðum kjörum,“ segir Benedikt í tilkynningunni.
Nánari upplýsingar um SsangYong jeppana finnur þú HÉR
Eldri fréttir
-
06. des 2024Pakkajól Benna
-
03. des 2024Frí Porsche vetrar- og öryggisskoðun í desember.
-
16. okt 2024Rafmagnaður Torres EVX frumsýndur á laugardag
-
09. okt 2024Porsche 911 GT3 RS frumsýndur á Íslandi
-
24. sep 2024Nýr Macan frumsýndur á laugardag
-
02. sep 2024Turbo dagar 2.-7. september
-
10. jún 2024Rafmagnaðir sumardagar Porsche
-
04. jún 2024Nýr alrafmagnaður Taycan frumsýndur
-
21. maí 2024KGM sýning 25. maí
-
07. maí 2024911 dakar sýning á laugardag