Þrenna hjá SsangYong

skrifað þriðjudagur, 21. janúar, 2020
Nýr Rext­on frá Ssang Yong hef­ur fengið góðar viðtök­ur hér á landi.Nýr Rext­on frá Ssang Yong hef­ur fengið góðar viðtök­ur hér á landi.

Ekk­ert lát er á fram­rás bíla­fram­leiðand­ans Ssang Yong frá Suður–Kór­eu á Evr­ópu­markaði og hafa bresk­ir öku­menn skipað sér fremst í flokk aðdá­enda SsangYong.

Í til­kynn­ingu frá Bíla­búð Benna kem­ur fram að síðastliðið ár hafi verið afar stórt hjá SsangYong í Bretlandi sem hafi landað þrenn­um verðlaun­um fyr­ir nýja bíla þar í landi.

Bíla­gagn­rýn­end­ur tíma­rits­ins 4X4 Magaz­ine fóru þar fremst­ir í flokki og sæmdu SsangYong Rext­on titl­in­um „bestu kaup­in í flokki jeppa 2020“.

Þá völdu þeir Mus­so „bestu kaup­in í flokki pall­bíla 2019“ og enn­frem­ur „bestu kaup­in í sín­um verðflokki“.

Að sögn Bene­dikts Eyj­ólfs­son­ar hjá Bíla­búð Benna eru Íslend­ing­ar á pari við Bret­ana þegar jepp­ar frá SsangYong eru ann­ars veg­ar. Eigi það jafnt við um Rext­on, Kor­ando og Tivoli. „SsangYong jepp­arn­ir eru ein­sog sniðnir fyr­ir ís­lensk­ar aðstæður, fjór­hjóla­drifn­ir og tækni­lega vel bún­ir og ekki sak­ar að góðir samn­ing­ar við fram­leiðend­ur Ssang Yong hafa gert okk­ur kleift að bjóða þá á virki­lega góðum kjör­um,“ seg­ir Bene­dikt í til­kynn­ing­unni.

Nánari upplýsingar um SsangYong jeppana finnur þú HÉR

SsangYong RextonSsangYong Rexton