Tivoli XLV frumsýndur á laugardag
 Tivoli XLV er nýjasti meðlimurinn í SsangYong fjölskyldunni
Tivoli XLV er nýjasti meðlimurinn í SsangYong fjölskyldunni		Undanfarin ár hefur framleiðslan frá SsangYong, Tivoli, Korando og Rexton, notið vaxandi velgengni í kröfuhörðum flokki jeppa og sportjeppa.
Nýlega gerðu SsangYong verksmiðjurnar opinberar sölutölur sínar fyrir árið 2016, sem sýna að söluaukningin hefur slegið öll met og nemur tæpum 8% frá fyrra ári.
Að sögn Benedikts Eyjólfssonar hjá Bílabúð Benna, umboðsaðila SsangYong á Íslandi, hafa SsangYong jeppar og jepplingar komið sífellt sterkari inn hjá íslenskum bílakaupendum. „Nýjasti smellurinn frá þeim, sportjeppinn Tivoli, var kynntur til sögunnar hjá okkur á síðasta ári og vaxandi velgengni SsangYong á alþjóðavísu má m.a. merkja á að hann tryggði sér sæti á lista yfir bíla sem tilnefndir voru til nafnbótarinnar Bíll ársins 2017.
Nýjasta útspilið frá SsangYong heitir Tivoli XLV og við erum gríðarlega ánægð með hann. Hann sver sig í ættina og er virkilega vel útilátinn, extra langur og einstaklega fjölhæfur. Við fullyrðum hiklaust að hann sé með staðalbúnað sem er aðeins fáanlegur í mun dýrari sportjeppum,“ segir Benedikt.
Tivoli XLV verður frumsýndur núna á laugardaginn 7. janúar, á þremur stöðum, hjá Bílabúð Benna í Tangarhöfðanum, hjá Bílaríki Akureyri og hjá Bílabúð Benna á Njarðarbraut í Reykjanesbæ.
Opið verður á milli kl. 12 og 16 á laugardeginum og allir eru hjartanlega velkomnir.
Skoðaðu SsangYong Tivoli XLV hér
Eldri fréttir
- 
	15. okt 2025Afmælisferð til Stuttgart
- 
	20. ágú 2025Vegna frétta um innkallanir á bílum vegna loftpúða
- 
	15. ágú 2025Benni lækkar verð á nýjum bílum
- 
	28. maí 2025911 Targa sportbílasýning á laugardag.
- 
	19. maí 2025Bílabúð Benna í 50 ár! Stórafmælishátíð á laugardag
- 
	16. apr 2025Páskaopnun
- 
	09. apr 2025Páskaglaðningur fylgir völdum rafbílum í apríl
- 
	27. mar 2025Frumsýning: 50 ára afmælisútgáfa 911 Turbo
- 
	05. mar 2025Cayenne sýningabílar á sérkjörum.
- 
	21. jan 2025Musso Grand frumsýning


