Ssangyong ánægja

*Neytendamiðillinn Honest John vinnur að hagsmunamálum neytenda á Bretlandi. Árlega stendur Honest John fyrir ánægjukönnun á breska bílamarkaðnum; „The Honest John Satisfaction Index“. Úrslit hennar ráðast af dómi eigendanna sjálfra. Einkunnargjöf þeirra tekur mið af aksturseiginleikum, hagkvæmni í rekstri og áreiðanleika. Í ár komu 10.000 bíleigendur að valinu. Hún leiddi m.a. í ljós að langflestir SsangYong eigendur gáfu bílunum sínum hæstu einkunn, sjá á vef Honest John HÉR

SsangYong toppaði því á bresku ánægjuvoginni – það getur ekki verið tilviljun.


Allt frá stofnun árið 1954 hefur SsangYong verið leiðandi bílaframleiðandi í Suður-Kóreu.
SsangYong hefur notið virðingar og trausts fyrir tæknilegar lausnir og framúrskarandi hönnun, auk þess að standa uppúr fyrir gæði á frábæru verði.

Vertu velkomin(n) í sýningarsali SsangYong. Krókhálsi 9 Reykjavík, sími: 590 2000 | Njarðarbraut 9 Reykjanesbæ, sími: 420 3330.