BB-dekk-vefur-700x290_v3

Frábært úrval og ráðgjöf fagmanna

Dekkin geta haft mikið að segja um aksturseiginleika bílsins. Öryggi ökumanna og farþega veltur á gæðum þeirra. Þess vegna skiptir miklu máli að velja réttu dekkin.

Bílabúð Benna er einn stæðsti sölu-og umboðsaðili hjólbarða á Íslandi. Hjá Bílabúð Benna finnur þú einhverja breiðustu línu af hjólbörðum sem völ er á, allt frá þeim allra minnstu og upp í stærðir fyrir stærstu vörubíla og hjólaskóflur. Við kappkostum að veita þá bestu þjónustu og ráðgjöf við dekkjaval sem völ er á og getum sérpantað dekk, stór og smá og flutt til landsins á skömmum tíma. Við leggjum áherslu á vönduð vinnubrögð og leysum mál fljótt og vel enda með starfsfólk sem er með áratuga reynslu í hjólbarðamálum. Við bjóðum þar að auki uppá mikið úrval rekstrarvara til hjólbarðaverkstæða með breiðri línu af viðgerðarvörum frá hinu virta fyrirtæki X-tra Seal.

Hjá Bílabúð Benna finnur þú hjólbarða frá einhverjum þekktustu framleiðendum í heimi s.s. TOYO, PIRELLI, BFGOODRICH, MAXXIS OG INTERSTATE ásamt fjölmörgum öðrum. Við bjóðum þig velkomin(n) í ört vaxandi hóp viðskipavina.

Nesdekk sér um sölu og þjónustu til einstaklinga. Hafðu samband í síma 561-4200 eða sendu skilaboð með því að fylla út formið HÉR.


Fólksbíladekk Jeppa- og jepplingadekk Sendibíladekk Vörubíladekk Mótor- og fjórhjóladekk


Dekkjaverkstæði Tækniupplýsingar Söluaðilar Tjaldvagnadekk, kerrudekk, og fleira Lyftaradekk