Porsche Taycan valinn bíll ársins 2020

skrifað föstudagur, 8. nóvember, 2019
Porsche TaycanPorsche Taycan

Porsche Taycan hefur verið valinn Bíll ársins 2020 í Þýskalandi. Að valinu kom félag þýskra bílablaðamanna og stóð það á milli markverðustu bílanna sem kynntir hafa verið á þýska markaðnum á þessu ári. Nú sem fyrr lá ítarleg greining að baki niðurstöðunni.

Oliver Blume, stjórnarformaður Porsche, var að vonum glaður við afhendingu verðlaunanna: „Við erum ákaflega stolt yfir því að hafa sannfært kröfuhörðustu gagnrýnendurna í bílageiranum um að Porsche Taycan væri verðugur svo virtra verðlauna sem Bíll ársins 2020 í Þýskalandi sannarlega eru. Hærra verður ekki komist en þetta. Þessi verðlaun eru enn ein sönnun þess að sú ákvörðun okkar að þróa hreinræktaðan Porsche rafmagnssportbíl frá grunni, var rétt.“

Fram kemur í greinargerð gagnrýnendanna að það sem lá til grundvallar valinu á Porsche Taycan hafi fyrst og fremst verið hönnunin, aksturshæfnin og aflið. Benda má á að sérstaða Porsche Taycan í heimi rafbílanna felst m.a. í 800 volta rafkerfinu. Það gerir bæði að verkum að Porsche Taycan nær að viðhalda stanslausri hámarks hröðun, án þess að tapa niður afli. Og þá hleður hann sig upp í 100 km drægni á aðeins nokkrum mínútum.

Nánari upplýsingar um Porsche Taycan finnur þú HÉR

Porsche_TaycanPorsche_Taycan-2Porsche_Taycan-3Porsche_Taycan-4Porsche_Taycan-5Porsche_Taycan-6Porsche_Taycan-7Porsche_Taycan-8