Opel atvinnubílasýning

skrifað föstudagur, 19. febrúar, 2016
Opel atvinnubílasýning

Bílabúð Benna slær upp Opel atvinnubílasýningu og við hvetjum áhugasama til að mæta í Opel salinn.

Allir eru velkomnir að Tangarhöfða 8, laugardaginn 20. febrúar í reynsluakstur á sendibílunum frá Opel; Vivaro, Movano eða Combo.

Sendibílarnir frá Opel fást mörgum útfærslum, eru með ríkulegum búnaði, sparneytnum vélum og hannaðir til að fara vel með varning og bílstjóra. Sýningin stendur frá kl. 12:00 -16:00.

Síðasta ár var metár hjá Opel í Evrópu sem óx verulega bæði í sölumagni og markaðshlutdeild. Sá árangur endurspeglar þær áherslur sem settar hafa verið í öndvegi í öflugri markaðssókn Opel á síðustu árum. Velgengni atvinnubílana frá Opel hefur ekki síst vakið athygli, en vöxturinn í þeim flokki er heil 24% miðað við árið 2014.