Bifvélavirki
Bílabúð Benna óskar eftir vönum bifvélavirkja til starfa á þjónustuverkstæði fyrirtækisins. Leitað er að einstaklingi með þægilegt viðmót, keppnisskap og hæfileika til að vinna í teymi.
Hæfniskröfur
- Sveinspróf í bifvélaviðgerðum - meistarapróf er kostur
 - Að minnsta kosti 4 ára reynsla af viðgerðum
 - Mjög góð tölvukunnátta
 - Sjálfstæð og nákvæm vinnubrögð
 - Metnaður og vilji til að ná árangi
 - Reynsla af viðgerðum á tengitvinnbílum er kostur
 
Starfssvið
- Viðgerðir og viðhald á bílum frá SsangYong og Porsche
 - Ábyrgðarviðgerðir á bílum í ábyrgð
 - Verðmat viðgerða
 - Önnur verkefni tengd starfinu
 
Um er að ræða 100% framtíðarstarf.
Mannauðsstefna fyrirtæksins lýsir vilja fyrirtækisins til að vera framúrskarandi vinnustaður sem byggir á sterkri liðsheild, keppnisskapi, jákvæðum og metnaðarfullum einstaklingum af báðum kynjum.
Bílabúð Benna hefur í 50 ár verið þjónustufyrirtæki bílaáhugamannsins. Fyrirtækið er umboðsaðili Porsche og SsangYong/KGM. Auk þess að bjóða upp á gott úrval bæði nýrra og notaðra bifreiða sinnir Bílabúð Benna alhliða þjónustu fyrir þessi vörumerki.
áhugasamir geta sent inn umsókn á bjartur@porsche.is merkt "bifvélavirki"