Nýjar Höfuðstöðvar

ff0628545c280cd8948cc7ce307a3048 Nýjar höfuðstöðvar Bílabúðar Benna að Krókhálsi 9 mun hýsa alla starfsemi fyrirtækisins, sýningarsali Porsche og SsangYong auk þjónustumiðstöðvar og sölu notaðra bíla.
Í húsinu verður eitt fullkomnasta bílaverkstæði landsins auk skrifstofurýma og lager. Veitingaaðstaða á annarri hæð gefur möguleika á margskonar félagsstarfsemi. Á jarðhæð í norðurhluta byggingarinnar verður bílasala notaðra bíla staðsett. Í byggingunni munu vinna um 75 manns.

Stærð lóðarinnar að Krókhálsi 9, er 21.012 m2. Brúttóflatarmál byggingarinnar er um 7.500 m2 og rúmmál um 42.500 m3. Á lóðinni er gert ráð fyrir 300 bílastæðum.