Nýjar Höfuðstöðvar

ff0628545c280cd8948cc7ce307a3048

150 manna skóflustunga

Föstudaginn 21.september 2007 var tekin fyrsta skóflustungan að nýbyggingu Bílabúðar Benna að Krókhálsi 9. Réttara væri að tala um fyrstu skóflustungurnar í fleirtölu því að allir starfmenn, makar þeirra og börn, tóku fyrstu skóflustunguna. 150 manns voru því með sérmerktar skóflur í hönd, öryggishjálm á höfði og voru samtaka í því að taka þessa fyrstu skóflustungu að hinni glæsilegu nýbyggingu.

Nýbyggingin

Fyrirhuguð nýbygging að Krókhálsi 9 mun hýsa alla starfsemi Bílabúðar Benna, sýningarsali Porsche, Chevrolet og SsangYong auk verslunar og sölu notaðra bíla. Auk þess verður í húsinu eitt fullkomnasta bílaverkstæði landsins.

Aukin þjónusta

Nýjar höfuðstöðvar á Krókhálsi gera Bílabúð Benna kleift að bæta þjónustu við viðskiptavini fyrirtækisins enn frekar auk þess sem öll aðstaða fyrir starfsmenn batnar umtalsvert.

Allt á einum stað

Byggingin muna hýsa bílasölu, verslun og bílaverkstæði á fyrstu hæð. Á annari hæð verða skrifstofur, matsalur og lager að hluta. Veitingaaðstaða á annarri hæð gefur möguleika á margskonar félagsstarfsemi. Á jarðhæð í norðurhluta byggingarinnar verður bílasala notaðra bíla staðsett. Í byggingunni munu vinna um 75 manns.

Lóðin

Stærð lóðarinnar að Krókhálsi 9, er 21.012 m2. Brúttóflatarmál byggingarinnar er um 7.500 m2 og rúmmál um 42.500 m3. Á lóðinni er gert ráð fyrir 300 bílastæðum.