Þjónusturáðgjafi á verkstæðismóttöku
Við leitum að þjónustuliprum, jákvæðum og ábyrgum aðila í starf þjónusturáðgjafa á verkstæðismóttöku og verslun. Starfið felur í sér þjónustu og ráðgjöf til viðskiptavina Porsche, KGM og Sixt langtímaleigu. Umsækjandi þarf að koma vel fram, með hæfni ti að vinna í teymi og geta sýnt frumkvæði í starfi. Um er að ræða 100% starf.
Hæfniskröfur:
• Reynsla af sölumennsku
• Framúrskarandi þjónustulund
• Góð færni í mannlegum samskiptum
• Útsjónarsemi og sjálfstæð vinnubrögð
• Gott vald á íslensku og ensku
• Góð tölvukunnátta
Starfssvið:
• Móttaka og aðstoð við viðskiptavini
• Ráðgjöf, tímabókanir og upplýsingagjöf til viðskiptavina
• Undirbúningur og uppgjör þjónustuverka
• Gerð tilboða, reikninga og verkáætlana
• Ráðgjöf og sala varahluta
Umsóknafrestur er til og með 25 apríl. nánari upplýsingar um starfið veitir Þórarinn Guðmundsson, verslunarstjóri, thorarinn@benni.is. og/eða Guðbjartur Guðmundsson þjónustustjóri bjartur@porsche.is