Jafnlaunastefna

Bílabúð Benna innleiðir jafnlaunakerfi með því að öðlast jafnlaunastaðfestingu skv. lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna. Jafnlaunastefna þessi er einn grundvöllur jafnlaunakerfisins.

Tilgangur með jafnlaunakerfi er að tryggja jafnrétti og jafna stöðu kynjanna innan Bílabúðar Benna með það að markmiði að nýta hæfni, krafta og kunnáttu starfsfólks til fulls án þess að kynbundin mismunun eigi sér stað. Einnig skal tryggja að allt starfsfólk fái sömu laun og njóti sömu kjara fyrir sömu og jafnverðmæt störf.

Jafnlaunastefnan minnir stjórnendur og allt starfsfólk á mikilvægi þess að öll séu jöfn og að meta eigi þá auðlegð sem felst í menntun, reynslu og hæfni einstaklinga án tillits til kyns.

Mikilvægt er að fylgja meginreglunni um að öll njóti sömu tækifæra.

Jafnlaunastefna þessi er hluti af launastefnu Bílabúðar Benna og er jafnlaunakerfið undir stöðugum umbótum og eftirliti. Þættir sem hafa áhrif á launamyndun eru m.a. gildandi kjarasamningar, lög og reglur ásamt launaþróun. Starf, menntun, þekking og reynsla skipta einnig máli þegar kemur að launamyndun. Framkvæmdastjóri fjámálasviðs ber ábyrgð á eftirfylgni og umbótum ef frávik koma upp í launagreiningu sem framkvæmd er á árs fresti.

Jafnlaunastefnan er kynnt öllu starfsfólki og er aðgengileg almenningi.

Ábendingar um jafnlaunastefnu Bílabúðar Benna
Senda ábendingu