Mannauðsstjóri með keppnisskap

Bílabúð Benna leitar að öflugum einstaklingi sem hefur reynslu og áhuga á starfsmanna- og mannauðsmálum og langar að leiða þau mál í öflugu félagi. Mannauðsstjóri heyrir beint undir forstjóra og situr fundi framkvæmdastjórnar. Starfið er nýtt og krefjandi í lifandi umhverfi þar sem starfa um 70 manns.

Helstu verkefni

Hlutverk

Leiðtogi innan Bílabúðar Benna hvað varðar mönnun, þjálfun, frammistöðumat, hvatningu og innri samskipti – og uppbyggingu á eftirsóknarverðum vinnustað.

Mönnun

Ráðgjöf til stjórnenda um mannaflaþörf og nálgun, umsjón með og aðstoð við ráðningar, tilfærslur innandyra.

Þjálfun

Starfsþróun og arftakaáætlanir, fræðslustefna, stjórnendaþjálfun, nýliðaþjálfun, leiðir innri og ytri kennslu og þjálfun.

Frammistöðumat

Útfærslur og aðstoð við frammistöðumat og starfsmannasamtöl, umsjón með endurgjöf og eftirfylgni.

Hvatning

Uppbygging á góðum starfsanda, launastefna og launastrúktur, aðbúnaður og aðstaða starfsmanna, hlunnindi, túlkun kjarasamninga og ráðgjöf til stjórnenda.

Samskipti

Innri upplýsingagjöf, innri vefur, mannfagnaðir og viðburðir, viðhorfskannanir, dagleg starfsmannamál (agamál), samskipti við samtök atvinnulífsins, ráðgjöf og aðstoð við starfsfólk, öryggi og heilsa.

Hæfniskröfur

• Þekking og reynsla af mannauðsstjórnun.
• Góð hæfni til að leiða mál og fá fólk í lið með sér.
• Góð hæfni til tjáningar (munnlega og skriflega), jákvæðni og drifkraftur – og auðvitað góð færni í mannlegum samskiptum.
• Kurteisi og tillitsemi í mátulegri blöndu við ákveðni og þrautseigju til að láta hluti gerast – og húmor.
• Góð færni í íslensku og ensku.

Umsókn, ásamt ferilskrá, berist til:
tryggvi@benni.is fyrir 14. janúar.