Þjónustufulltrúi
Hefur þú gaman að bílum? Bílabúð Benna óskar eftir þjónustufulltrúa í sölusal í Reykjanesbæ.
Við leitum að drífandi og metnaðarfullum einstakling með þægilegt viðmót og ríka þjónustulund. Um er að ræða framtíðarstarf hjá spennandi og öflugu fyrirtæki í sókn.
Starfssvið:
• Aðstoð við sölu nýrra og notaðra bíla
• Þjónusta við viðskiptavini
• Þrif á bílum
• Önnur tilfallandi störf
Hæfniskröfur:
• Þekking á bílum er kostur
• Hæfileikar í mannlegum samskiptum
• Frumkvæði, eldmóður og vinnusemi
• Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
Umsóknir berist á tölvupóstfangið svavarg@benni.is fyrir miðvikudaginn 16.mars.
Nánari upplýsingar veitir Svavar Grétarsson í síma 420 3330.