“Við leggjum áherslu á að lækka verð á bílum þegar styrking krónunnar gefur svigrúm til þess,” segir Thomas Már Gregers, sölustjóri Porsche á Íslandi.
Bílabúð Benna hefur kynnt lækkun á Porsche Cayenne Diesel sem fyrirtækið er umboðsaðili fyrir. Þessi margverðlaunaði sportjeppi lækkar um eina milljón og kostar nú 13.950 þús. kr.
“Við vekjum athygli á að Porsche Cayenne er afar vel búinn. Hann er til að mynda með leðurinnréttingu, rafdrifin framsæti með hita, tvöfalda sjálfvirka miðstöð með loftkælingu, fullkomið hljómkerfi, sport...