“Við erum sérlega stolt af framlagi okkar til sýningarinnar Allt á hjólum, að þessu sinni”, segir Benedikt Eyjólfsson, forstjóri Bílabúðar Benna,. “Breiddin í Chevrolet vörumerkinu hjá okkur hefur aldrei verið meiri og að þessu sinni frumsýnum við tvo nýja bíla frá þeim, smájeppann Trax og Cruze station, hvoru tveggja bíla sem hafa vakið mikla athygli. Auk þess erum við að kynna sérstaklega Cruze LT, sem á eftir að koma viðskiptavinum skemmtilega á óvart fyrir ríkulegan staðalbúnað og ótrúlegt verð.